Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 14:34
Kári Snorrason
Bentancur frá í þrjá mánuði - Fer Tottenham á markaðinn?
Rodrigo Bentancur.
Rodrigo Bentancur.
Mynd: EPA
Rodrigo Bentancur, miðjumaður Tottenham, þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla aftan í læri og verður fjarri góðu gamni í þrjá mánuði.

Úrúgvæinn neyddist til að fara af velli undir lok leiks Tottenham gegn Bournemouth vegna meiðslanna.

Bentancur hefur verið lykilmaður í liði Tottenham undir stjórn Thomas Frank á tímabilinu, en hann hefur byrjað 17 leiki í deildinni.

Þar sem miðjumaðurinn verður frá keppni stærstan hluta þess sem eftir lifir tímabils verður áhugavert að sjá hvort að Tottenham fari á leikmannamarkaðinn til þess að styrkja miðjuna.

Liðsfélagi hans Mohammed Kudus er einnig á meiðslalista Tottenham en hann verður frá fram í apríl vegna meiðsla í læri.
Athugasemdir
banner