Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 12. febrúar 2021 10:23
Magnús Már Einarsson
Hendrickx: KA stefnir á að enda í topp þremur
Jonathan Hendrickx
Jonathan Hendrickx
Mynd: KA
Jonathan Hendrickx, nýr bakvörður KA, segir að markmið liðsins sé að enda í einu af þremur efstu sætunum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Jonathan segir þetta í viðtali við Voetbalkrant í Belgíu en þar ræðir hann félagaskipti sín frá Lommel til KA.

„Markmiðið hjá félaginu er að enda í topp þremur á komandi tímabili," sagði Jonathan í viðtalinu.

Jonathan segir að félög í Belgíu, Frakklandi og Rúmeníu hafi sýnt áhuga eftir að ljóst var að hann myndi yfirgefa Lommel á dögunum en tilboðið frá KA var mest spennandi.

KA fékk einnig miðjumanninn Sebastiaan Brebels frá Lommel á dögunum en Jonathan átti sinn þátt í þeim félagaskiptum.

„Það er auðvitað frábært að Seba verði áfram liðsfélagi minn. Ég hjálpaði honum meira að segja með félagaskiptin. Ég vissi að KA var að leita að miðjumanni og benti á nafnið hans. Þeir hrifust strax af Seba. Þegar þarna var komið sögu var ég byrjaður í viðræðum við KA en það var ekkert frágengið," sagði Jonathan.
Athugasemdir
banner
banner
banner