Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Björk stefnir á að spila í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir hefur sett stefnuna á að spila í sumar en hún eignaðist barn í janúar.

Hún er 35 ára varnarmaður sem gekk í raðir Vals í sumarglugganum 2023 og hefur hjá félaginu síðan. Samningur hennar við Val er hins vegar runninn út.

í samtali við Fótbolta.net segist Anna Björk hafa tekið spjallið við Val í vetur en ekki hafi verið tekin ákvörðun hvort hún verði með liðinu í sumar eða ekki.

Á sínum ferli hefur Anna Björk leikið með KR, Stjörnunni, Selfossi og Val á Íslandi og Örebro, LB, PSV, Le Havre og Inter Milan erlendis. Hún á að baki 43 A-landsleiki.

Besta deild kvenna hefst eftir rúman mánuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner