Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez
Powerade
Diogo Dalot, leikmaður Manchester United.
Diogo Dalot, leikmaður Manchester United.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Milos Kerkez.
Milos Kerkez.
Mynd: EPA
Diogo Dalot gæti yfirgefið Manchester United í sumar, Viktor Gyökeres heldur áfram að vera orðaður við ensku úrvalsdeildina og Newcastle vill sóknarmann Ipswich. Þetta og fleira í slúðurpakkanum.

Bayern München og Real Madrid hafa áhuga á að fá Diogo Dalot (25), portúgalskan varnarmann Manchester United. (Teamtalk)

Liverpool er byrjað að skoða möguleg kaup á ungverska bakverðinum Milos Kerkez (21) frá Bournemouth. (Teamtalk)

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres (26) hefur áhuga á að fara til Liverpool, Manchester City eða Arsenal ef hann yfirgefur Sporting í sumar. (A Bola)

Arsenal er líklegra en Barcelona til að fá spænska markvörðinn Joan Garcia (23) frá Espanyol. (Cadena Ser)

Manchester United gæti gert tilboð í Dusan Vlahovic (25) þar sem Juventus er tilbúið að lækka 35 milljóna punda verðmiðann á serbneska framherjanum. (Givemesport)

Tottenham hefur hafið viðræður við Angel Gomes (24) um að koma á frjálsri sölu þegar samningur enska miðjumannsins við Lille rennur út í sumar. (Football Transfers)

Manchester United leiðir kapphlaupið um Juan Gimenez (18), argentínskan varnarmann Rosario. (Football Insider)

Liverpool hefur áhuga á að fá Nico Schlotterbeck (25), þýskan varnarmann Borussia Dortmund. (Bild)

Leeds hefur munnlegt samkomulag um að fá Kalvin Phillips (29) aftur frá Manchester City, með fyrirvara um að Leeds fari upp í úrvalsdeildina. (Teamtalk)

Newcastle ætlar að reyna að fá Liam Delap (22), framherja Ipswich Town, þar sem Englendingurinn vill vera áfram í úrvalsdeildinni en líklegt er að Ipswich falli. (Football Insider)

Tyrkinn ungi Arda Guler (20) vill fara frá Real Madrid þar sem hann fær takmarkaðan leiktíma. Inter og AC Milan hafa áhuga á miðjumanninum. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner