Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   fös 12. apríl 2024 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Aron Einar sneri aftur með Al Arabi og vann bikar
Aron EInar er Ofurbikarmeistari með Al Arabi
Aron EInar er Ofurbikarmeistari með Al Arabi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson sneri aftur á völlinn með Al-Arabi í kvöld er liðið vann Sharjah, 1-0, í Ofurbikar Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í kvöld.

Varnarjaxlinn hafði ekki spilað með Al-Arabi síðan í bikarúrslitum Emír-bikarsins þann 12. maí á síðasta ári en hann var ekki skráður í leikmannahópinn fyrir þetta tímabil.

Upphaflega ætlaði hann að skoða það að fara á lán í annað félag í Katar en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann fór í aðgerð í desember og sneri síðan aftur á völlinn í kvöld.

Aron kom inn af bekknum á 84. mínútu er Al-Arabi vann Al Sharjah, 1-0.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni er haldin en þarna mættust bikarmeistararnir í Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Þetta var þriðji bikarinn sem hann vinnur með Al Arabi en hann vann Emírbikarinn á síðasta ári og Qatari FA-bikarinn árið á undan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner