,,Úrslitin eru svekkjandi en kannski ekki eins og leikurinn spilaðist. Keflavíkur liðið var einfaldlega ákafara, grimmara og sótti þennan sigur meira heldur en við," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 tap liðsins gegn Keflavík í kvöld.
Breiðablik er eftir leikinn með einungis eitt stig eftir þrjár umferðir í Pepsi-deildinni.
,,Það var svekkjandi að fá ekkert hér í dag. Það var svekkjandi að tapa leiknum á móti KR. Við getum verið ánægðir með stigið gegn FH eins og leikurinn spilaðist."
,,Það er hægt að henda sér í það að vera gríðarlega svekktur og sjá ekki það sem við þurfum að gerast en vinnan hjá okkur er að laga þá hluti og standa saman í því. Þetta sumar verður griðarlega svekkjandi ef við förum ekki í þá vinnu strax."
Árni Vilhjálmsson var settur á bekkinn hjá Blikum í dag. ,,Mér fannst hann ekki hafa spilað þannig að hann eigi að vera í byrjunarliðinu. Aðrir komu inn og fengu sénsinn," sagði Ólafur.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir