Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. maí 2022 17:48
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Tottenham og Arsenal: Norður-Lundúnaslagur af bestu gerð
Davinson Sanchez er í liði Tottenham
Davinson Sanchez er í liði Tottenham
Mynd: Getty Images
Tottenham Hotspur og Arsenal eigast við í risaleik í 36. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á heimavelli Tottenham í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18:45.

Þetta er gríðarlega stór leikur fyrir bæði lið. Arsenal er í 4. sæti deildarinnar með 66 stig en Tottenham með 62 stig í 5. sæti.

Það er bókstaflega allt undir í þessum leik. Tottenham þarf sigur til að eiga möguleika á að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili en ef Arsenal vinnur þá mun liðið tryggja farseðilinn. Þannig það má gera ráð fyrir Norður-Lundúnaslag af bestu gerð.

Davinson Sanchez kemur inn fyrir Cristian Romero í kvöld, sem er áfall fyrir Tottenham enda Romero verið magnaður á þessari leiktíð. Lið Arsenal er óbreytt.

Tottenham: Lloris; Sánchez, Dier, Davies; Emerson, Hojbjerg, Bentancur, Sessegnon; Kulusevski, Kane, Son

Arsenal: Ramsdale, Tomiyasu, Holding, Gabriel, Cedric, Xhaka, Elneny, Saka, Odegaard, Martinelli, Nketiah.
Athugasemdir
banner