Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. maí 2022 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Vinicius Jr skoraði þrennu er Real Madrid sendi Levante niður um deild
Vinicius Junior skoraði þrennu og Karim Benzema eitt
Vinicius Junior skoraði þrennu og Karim Benzema eitt
Mynd: EPA
Luka Modric stjórnaði öllu á miðjunni og var með þrjár stoðsendingar
Luka Modric stjórnaði öllu á miðjunni og var með þrjár stoðsendingar
Mynd: EPA
Villarreal skoraði fimm
Villarreal skoraði fimm
Mynd: EPA
Spánarmeistarar Real Madrid unnu 6-0 stórsigur á Levante í spænsku deildinni í kvöld þar sem Vinicius Junior gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.

Tvær vikur eru síðan Madrídingar unnu spænsku deildina. Það var ákveðið að hvíla stærstan hluta byrjunarliðsins í síðasta leik í 1-0 tapi gegn Atlético en það var allt annar bragur á liðinu í kvöld er það mætti Levante.

Ferlandy Mendy og Karim Benzema skoruðu á fyrstu tuttugu mínútunum áður en Rodrygo gerði þriðja markið. Vinicius Junior bætti svo við fjórða áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Brasilíumaðurinn skoraði síðan tvö til viðbótar í þeim síðari og kórónaði frábæran leik sinn en hann var einnig með eina stoðsendingu í leiknum.

Þessi stórsigur felldi um leið Levante sem er í neðsta sæti deildarinnar og mun spila í B-deildinni á næsta tímabili.

Real Sociedad vann á meðan Cadiz 3-0. Villarreal hefur þá ekki gefið upp von á að spila í Evrópukeppni á næsta tímabili eftir að hafa unnið Rayo Vallecano 5-1.

Villarreal er í 7. sæti með 56 stig, þremur stigum á eftir Sociedad sem er í 6. sæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Úrslit og markaskorarar:

Real Madrid 6 - 0 Levante
1-0 Ferland Mendy ('13 )
2-0 Karim Benzema ('19 )
3-0 Rodrygo ('34 )
4-0 Vinicius Junior ('45 )
5-0 Vinicius Junior ('68 )
6-0 Vinicius Junior ('83 )

Real Sociedad 3 - 0 Cadiz
1-0 Alexander Sorloth ('19 )
2-0 Adnan Januzaj ('53 , víti)
3-0 Cristian Portu ('90 , víti)

Rayo Vallecano 1 - 5 Villarreal
0-1 Alfonso Pedraza ('3 )
1-1 Sergi Guardiola ('21 )
1-2 Juan Foyth ('27 )
1-3 Paco Alcacer ('38 )
1-4 Pau Torres ('45 )
1-5 Alfonso Pedraza ('88 )
Athugasemdir
banner
banner