Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 12. maí 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern orðað við Glasner og Wharton hjá Palace
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar í Þýskalandi og á Englandi greina frá því að FC Bayern ætlar að styrkja hópinn sinn í sumar með að krækja í tvo einstaklinga úr röðum Crystal Palace.

Annar þeirra er þjálfarinn Oliver Glasner, en Bayern er í þjálfaraleit eftir að Thomas Tuchel var tilkynnt að hann yrði ekki lengur hjá félaginu. Bæjarar hafa rætt við Julian Nagelsmann og Hansi Flick, fyrrum þjálfara sína, en eru enn í leit að rétta manninum.

Glasner tók við hjá Crystal Palace í vetur og hefur liðinu gengið vel undir stjórn Austurríkismannsins. Glasner hefur ekki áhuga á að yfirgefa Palace á þessum tímapunkti, en hann býr yfir reynslu úr þýska boltanum eftir að hafa stýrt Wolfsburg og Eintracht Frankfurt.

Hinn er Adam Wharton, tvítugur miðjumaður sem Palace keypti til sín í febrúar fyrir um 20 milljónir punda.

Wharton hefur komið gríðarlega öflugur inn í byrjunarliðið hjá Palace, en hann er uppalinn hjá Blackburn og var orðinn mikilvægur hlekkur í liðinu áður en hann var fenginn til Palace.

Wharton á tíu leiki að baki fyrir yngri landslið Englands og gæti Bayern þurft að borga um 60 milljónir til að festa kaup á honum.

Bayern hefur fylgst með Wharton síðustu 18 mánuði og reyndi að krækja í leikmanninn í janúar, en Palace hafði betur í kapphlaupinu sem innihélt einnig Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner