Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 12. júlí 2021 10:30
Fótbolti.net
Lið 11. umferðar - Kyle McLagan í fjórða sinn
Lengjudeildin
Kyle McLagan var öflugur gegn Aftureldingu.
Kyle McLagan var öflugur gegn Aftureldingu.
Mynd: Raggi Óla
Axel Freyr Harðarson í leik Kórdrengja gegn Vestra.
Axel Freyr Harðarson í leik Kórdrengja gegn Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Keppni í Lengjudeild karla er hálfnuð en 11. umferðin kláraðist á laugardag. Í vikunni opinberum við úrvalslið fyrri helmings mótsins en nú er komið að liði 11. umferðar.

Framarar halda áfram á sigurbraut og á föstudag unnu þeir Aftureldingu 2-0 á útivelli. Safamýrarstrákarnir fóru í gegnum fyrri umferðina án þess að tapa leik, tíu sigrar og eitt jafntefli

Óskar Jónsson skoraði fyrra markið en hann byrjaði í bakverðinum og færðist svo á miðjuna. Óskar var valinn maður leiksins og Kyle McLagan er einnig í úrvalsliðinu eftir öfluga frammistöðu í vörn Fram.



Jóhann Árni Gunnarsson skoraði annað mark Fjölnis í 2-1 sigri gegn Selfossi og var valinn maður leiksins. Baldur Sigurðsson er einnig í úrvalsliðinu.

Guðjón Þórðarson er þjálfari umferðarinnar en Víkingur Ólafsvík var ótrúlega nálægt því að vinna óvæntan sigur gegn Grindavík. Kareem Isiaka kom Ólsurum yfir 2-1 en þegar 90 mínútur voru á klukkunni jafnaði Grindavík.

Markvörðurinn Sindri Snær Vilhjálmsson var valinn maður leiksins í 2-0 sigri Kórdrengja gegn Vestra. Axel Freyr Harðarson lék sinn fyrsta fyrir Kórdrengi eftir að hafa komið á láni frá Víkingi og er einnig í liði umferðarinnar. Kórdrengir eru nú þremur stigum frá öðru sætinu eftir að ÍBV missteig sig.

Eyjamenn töpuðu 0-1 fyrir Gróttu í leik þar sem Björn Axel Guðjónsson var valinn maður leiksins. Axel Sigurðarson skoraði sigurmarkið.

Fannar Daði Malmquist skoraði tvö mörk fyrir Þór sem rúllaði yfir Þrótt 5-1. Ólafur Aron Pétursson er einnig í úrvalsliðinu, fyrir frammistöðu sína á miðju Akureyrarliðsins.

Sjá einnig:
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner