Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 12. september 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 21. umferðar - 18 ára Breiðhyltingur og þrír úr KA
Hinn 18 ára gamli Davíð Júlían Jónsson í Leikni er í liðinu.
Hinn 18 ára gamli Davíð Júlían Jónsson í Leikni er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Rodri í leik KA og Breiðabliks.
Rodri í leik KA og Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Guðmundur Magnússon.
Guðmundur Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KA vann öflugan sigur gegn Breiðabliki í 21. umferð Bestu deildar karla en umferðin fór öll fram á sama tíma í gær. Akureyrarliðið á þrjá leikmenn í úrvalsliði umferðarinnar, Sterkasta liðinu í boði Steypustöðvarinnar.

Þar á meðal er varnarmaðurinn Ívar Örn Árnason sem er valinn í fjórða sinn. Rodrigo Gomes Mateo og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk KA í 2-1 sigri og eru einnig í liðinu.



Þjálfari umferðarinnar er Sigurður Heiðar Höskuldsson hjá Leikni en Breiðholtsliðið vann 1-0 sigur gegn Val þrátt fyrir að leika tíu gegn ellefu stærstan hluta leiksins. Viktor Freyr Sigurðsson markvörður Leiknis var valinn maður leiksins og er í úrvalsliðinu í þriðja sinn. Þar er einnig Davíð Júlían Jónsson, 18 ára gamall miðjumaður Leiknis.

Víkingur fór til Keflavíkur og vann 3-0 sigur og minnkaði þar með forystu Blika. Ari Sigurpálsson skoraði þriðja markið og var valinn maður leiksins. Fyrirliðinn Júlíus Magnússon er einnig í úrvalsliðinu en látinn spila út úr stöðu í vörninni.

Telmo Castanheira jafnaði fyrir ÍBV í 2-2 gegn Fram og var valinn maður leiksins. Guðmundur Magnússon skoraði bæði mörk Fram og er einnig í úrvalsliðinu.

Stefán Árni Geirsson skoraði tvö mörk fyrir KR sem vann Stjörnunar 3-1 og Vuk Oskar Dimitrijevic tvö fyrir FH sem rúllaði yfir ÍA í fallbaráttuslag 6-1.

Sjá einnig:
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner