Guðni Þór Einarsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK.
Undir stjórn Guðna endaði HK í fjórða sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
Undir stjórn Guðna endaði HK í fjórða sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
„Guðni kom til HK árið 2021 og hefur stýrt liðinu síðan og alltaf verið með liðið í toppbaráttu í Lengjudeildinni. Guðni er topp félagsmaður og þakkar knattspyrnudeild HK honum kærlega fyrir samstarfið og óskar honum góðs gengis í næstu verkefnum, hlökkum til að sjá þig sem oftast í Kórnum," segir í tilkynningu HK.
Guðni þjálfaði Tindastól áður en hann tók við HK.
Athugasemdir