Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. október 2019 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kíktu á bak við tjöldin hjá heimsmeisturunum á Laugardalsvelli
Franskir stuðningsmenn á leiknum í gærkvöldi.
Franskir stuðningsmenn á leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fór ekki framhjá mörgum að heimsmeistararnir frá Frakklandi léku gegn íslenska landsliðinu í gærkvöldi. Frakkland sigraði leikinn, 0-1, með marki frá Olivier Giroud. Markið kom af vítapunktinum.

Franska knattspyrnusambandið birti í morgun 5 mínútna myndskeið á Twitter reikningi sínum þar sem kíkt er á bak við tjöldin í undirbúningi franska liðsins í gær. Þá er sýnt frá hálfleiksræðu Didier Deschamps og svo fagnaðarlætin eftir leik.

Ísland þarf að treysta á að Frakkland sigri Tyrkland í leik liðanna á mánudag til að eiga ennþá von á að enda í öðru sæti riðilsins.


Athugasemdir
banner
banner