Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 12. október 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Romero vildi fara til Everton
Sergio Romero, markvörður Manchester United, er ósáttur við að hafa ekki fengið að fara til Everton á láni á gluggadeginum í síðustu viku.

Everton var tilbúið að greiða öll laun Argentínumannsins og borga Manchester United tvær milljónir punda fyrir lánið. The Athletic segir frá þessu í dag.

Romero vildi fara til Everton og berjast við Jordan Pickford um markvarðarstöðuna en Manchester United neitaði. Roma fékk þá hinn sænska Robin Olsen á láni frá Roma.

Romero var ekki valinn í Evrópudeildarhóp Manchester United en Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, valdi óvænt Lee Grant í hópinn ásamt David De Gea og Dean Henderson.

Möguleiki er á að Romero fari í MLS-deildina í Bandaríkjunum en félagaskiptaglugginn lokar þar í lok mánaðarins.

Sjá einnig:
Eiginkona Romero: Virðingu einu sinni!
Athugasemdir
banner