Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. október 2020 10:50
Magnús Már Einarsson
U21 leikurinn gegn Ítölum í nóvember?
U21 lið Íslands á leið á æfingu í síðustu viku.
U21 lið Íslands á leið á æfingu í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvenær U21 lið Íslands og Ítalíu mætast en leik liðanna var frestað síðastliðinn föstudag.

Kórónuveirusmit kom upp í liði Ítala og því flugu leikmenn liðsins heim án þess að spila leikinn á Íslandi.

Ísland mætir Lúxemborg ytra á morgun en í nóvember eru framundan leikir við Írland og Armeníu.

Frestaði leikurinn gegn Ítölum gæti einnig bæst við landsleikjagluggann í nóvember. A-landslið spila þrjá leiki í þeim glugga og U21 lið Íslands gæti gert það sama.

„UEFA hefur nefnt nóvember en það er ekkert staðfest," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

Ísland og Ítalía eru bæði í baráttu um að komast á EM en efsta liðið í riðlinum fer beint á mótið á næsta ári á meðan liðið í 2. sæti fer í umspil.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner