Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fim 12. nóvember 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Lovren skýtur á klikkaða leikjadagskrá
Dejan Lovren, varnarmaður Zenit St Pétursborg, hefur lýst yfir óánægju sinni með stíft leikjaprógram í heimsfótboltanum.

Lovren fór frá Liverpool í sumar en er nú saknað eftir að ensku meistararnir misstu Virgil van Dijk og Joe Gomez í meiðsli. Möguleiki er á að þeir verði báðir frá út tímabilið.

Lovren ákvað að lýsa yfir óánægju sinni með leikjaplanið.

„Fólk veltir því fyrir sér af hverju eru svona mikil meiðsli," sagði Lovren á Twitter.

„Þetta er einfalt. Það eru of margir leikir og þá er ómögulegt að ná endurheimt. Þetta ár er skrýtið (Covid). Það er ekkert frí, (persónulega hef ég einungis fengið 8 frídaga), ekkert almennilegt undirbúningstímabil og síðan klikkuð dagskrá!!"

Athugasemdir
banner