Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. nóvember 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Reynir og Víðir hafa rætt sameiningu - Gerist ekki fyrir næsta sumar
Víðir Garði fagnar marki.
Víðir Garði fagnar marki.
Mynd: Víðir Garði
Sögusagnir hafa verið um að Reynir Sandgerði og Víðir Garði, liðin tvö í Suðurnesjabæ, gætu sameinast í meistaraflokki fyrir næsta sumar.

Reynir fór upp í 2. deildina í sumar á meðan Víðir féll úr 2. deild niður í 3. deild.

Þessi félög hafa sameinað krafta sína í yngri flokkunum í gegnum tíðina og rætt hefur verið um sameiningu í meistaraflokki. Það gerist þó ekki fyrir næsta sumar.

„Það hefur verið til umræðu en ég get staðfest það við þig að það er ekki að fara að gerast fyrir næsta keppnistímabil," sagði Sólmundur Einvarðsson, formaður knattspyrnudeildar Víðis, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner