Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 14:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sambandsdeildin: Fyrsta tap Víkinga á heimavelli
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ari Sigurpálsson skoraði mark Víkinga.
Ari Sigurpálsson skoraði mark Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur R. 1 - 2 Djurgården
0-1 Keita Kosugi ('62 )
0-2 Gustav Wikheim ('65 )
1-2 Ari Sigurpálsson ('72 )
Rautt spjald: Miro Tenho, Djurgården ('75) Lestu um leikinn

Víkingur þurfti að sætta sig við svekkjandi tap gegn Djurgården frá Svíþjóð í Sambandsdeildinni í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en Víkingar fengu ágætis færi til að skora í fyrri hálfleiknum, án þess þó að gera það.

Gestirnir frá Svíþjóð mættu af gríðarlegum krafti inn í seinni hálfleik og mark þeirra lág í loftinu í dágóðan tíma áður en það kom eftir rúmlega klukkutíma leik. Keita Kosugi skoraði þá með föstu skoti.

Þremur mínútum síðar skoraði Djurgården aftur eftir hraða sókn og staðan ekki góð fyrir Víkinga.

En Víkingsliðið gafst ekki upp. Tvöföld skipting blés lífi í leikinn og varamaðurinn Ari Sigurpálsson minnkaði muninn eftir frábæra sókn á 72. mínútu. Þremur mínútum síðar dró aftur til tíðinda þegar Miro Tenho fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Ellefu gegn tíu tókst Víkingum hins vegar ekki að skora og lokatölur 1-2 fyrir Djurgården.

Þetta er fyrsta tap Víkinga á heimavelli í Sambandsdeildinni en möguleikarnir eru áfram góðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner