Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   fim 12. desember 2024 14:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari skoraði mark gegn liði sem hann er orðaður við
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Sigurpálsson var að skora fyrir Víkinga gegn Djurgården í Sambandsdeildinni en um var að ræða virkilega flott liðsmark.

„Víkingar keyra hratt upp völlinn, færa boltann vel frá hægri yfir á vinstri vænginn, Valdimar gerir frábærlega og kemur boltanum á Ara sem leggur boltann huggulega í netið," skrifaði Kári Snorrason í beinni textalýsingu frá leiknum.

Það er athyglisvert að Ari skori gegn Djurgården en það er lið sem hann hefur verið orðaður við.

Í síðasta mánuði var sagt frá því að hann væri undir smásjá Djurgården.

Talið er að Djurgården muni bjóða í Ara í vetur en þetta mark var ekkert að minnka líkurnar á því.

Ari skoraði átta mörk og lagði upp tíu í Bestu deildinni í sumar. Hann er búinn að skora tvö mörk í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner