Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 13. janúar 2020 15:02
Elvar Geir Magnússon
Áhugi á Birki í Frakklandi og Bandaríkjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er greinilega mikill áhugi á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni en ítalskir fjölmiðlar segja að hann sé með tilboð frá Frakklandi og Bandaríkjunum.

Toulouse, sem er í neðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, er sagt vilja fá miðjumanninn til að hjálpa sér að klifra upp töfluna og þá ku hann einnig vera með tilboð frá MLS-deildinni bandarísku, frá New York.

Birkir hefur verið í viðræðum við ítalska félagið Genoa undanfarna daga en hann er sagður hafa áhuga á því að snúa aftur til Ítalíu.

Genoa er í fallsæti í ítölsku A-deildinni.

Fróðlegt verður að sjá hvar Birkir mun enda en hann hefur greinilega úr áhugaverðum tilboðum að velja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner