Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 13. janúar 2021 22:18
Aksentije Milisic
Ítalski bikarinn: Juventus þurfti framlengingu gegn Genoa
Mynd: Getty
Juventus 3 - 2 Genoa
1-0 Dejan Kulusevski ('2 )
2-0 Alvaro Morata ('23 )
2-1 Lennart Czyborra ('28 )
2-2 Filippo Melegoni ('74 )
3-2 Hamza Rafia ('104 )

Juventus varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sig í 8 liða úrslit ítölsku bikarkeppninar.

Liðið fékk Genoa í heimsókn og eftir 23. mínútna leik litu hlutirnir heldur betur vel út. Dejan Kulusevski og Alvaro Morata komu þá heimamönnum í 2-0 forystu.

Genoa var hins vegar ekki á þeim buxunum að gefast upp. Lennart Czyborra skoraði á 28. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik.

Gestunum tókst að jafna og var það Filippo Melegoni sem skoraði þegar sextán mínútur voru til leiksloka. Liðunum tókst ekki að bæta við mörkum og því var framlengt.

Cristiano Ronaldo kom inn á á 88. mínútu og spilaði því framlenginguna í kvöld. Juventus tókst að bera sigur úr bítum og forðast vítakeppnina. Hamza Rafia skoraði á 104. mínútu eftir undirbúning frá Alvaro Morta.

Juventus mætir sigurliði úr viðureign Sassuolo og Spal en sá leikur fer fram á morgun. Fyrr í dag vann Napoli lið Empoli 3-2 og Napoli mætir sigurvegaranum úr leik Roma og Spezia í 8 liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner