Fótboltamaðurinn Mason Greenwood hefur eignast sitt annað barn ásamt kærustu sinni, Harriet Robson. Þau eignuðust aðra dóttur.
Það er enska götublaðið The Sun sem greinir frá þessu.
Það er enska götublaðið The Sun sem greinir frá þessu.
Samkvæmt heimildum blaðsins er parið í skýjunum en þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrir um 18 mánuðum síðan.
Greenwood fór til Frakklands síðasta sumar og samdi við Marseille. Þar hefur hann verið að endurbyggja fótboltaferil sinn eftir að hann var handtekinn snemma árs 2022 grunaður um kynferðislegt- og líkamlegt ofbeldi gagnvart kærustu sinni, en málið var fellt niður ári síðar.
Þau eru áfram saman og hafa núna eignast sitt annað barn.
Athugasemdir