Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mið 13. mars 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
KA vill spila á gervigrasi í sumar
KA hefur leikið bikarleiki á gervigrasi sínu undanfarin ár.
KA hefur leikið bikarleiki á gervigrasi sínu undanfarin ár.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA vonast til að geta spilað heimaleiki sína í Pepsi Max deildinni á gervigrasvelli sínum við KA heimiliði í sumar. Þetta staðfesti Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA í samtali við Fótbolta.net.

KA sem hefur leikið undanfarna áratugi heimaleiki sína á Akureyrarvelli vilja nú flytja heimaleiki sína á gervigrasvöll sinn sem er staðsettur við KA-heimilið.

Til þess þarf að byggja stúku og fjölmiðlaaðstöðu svo þeir standist leyfiskerfi KSÍ.

„Við erum búnir að óska eftir því bæði við KSÍ og Akureyrarbæ að flytja aðstöðuna okkar upp á KA svæði. Það liggur fyrir beiðni bæði inni hjá stjórn KSÍ og Akureyrarbæjar að gera í rauninni bráðabirgða aðstöðu við gervigrasvöllinn, svo við fáum undanþágu í tvö ár," sagði Sævar.

„Vandamálið er að okkur vantar stúku við gervigrasið en það liggur fyrir hjá bænum um að taka ákvörðun í næstu viku um það hvort menn séu tilbúnir að reisa bráðabirgða stúku sem mannar 6-700 manns sem væri þá stúka sem væri ekkert ósvipuð stúkunni hjá Haukum á Ásvöllum."

Sævar vonast til að þetta skýrist allt á næstu dögum. Ef af verður, þá verða sjö lið í Pepsi Max deildinni sem spila á gervigrasi næsta sumar.
Athugasemdir
banner