Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 13. maí 2021 22:01
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Eysteinn: Menn ekki með hugann við að vinna vinnuna sína
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Keflavík áttust við í þriðju umferð Pepsí Max-deildar karla. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik en síðan settu Breiðablik upp sýningu í þeim síðari.

„Eftir 63 mínútur er enginn að hugsa um að þessi leikur fari 4-0 og þessi kafli þar sem þeir skora þrjú mörk á stuttum tíma það gerir útum leikinn," sagði Eysteinn Hauksson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Keflavík

Leikurinn er í ágætu jafnvægi í 65 mínútur þó Breiðablik hafi verið örlítið sterkari en Keflvíkingar fá á sig þrjú mörk á fimm mínútna kafla í þeim síðari.

„Það er erfitt að segja. Er þetta ekki bara einn af þessum hlutum sem gerist? Það sem mér sýnist er að við missum einbeitinguna þarna í að fá þá tvö mörk framúr okkur og erum þá ekki með kveikt á öllum perum og gerum ekki einföldu hlutina nógu vel.

„Þetta kemur bara eins og sprengja framan í okkur og erfitt að útskýra þetta með einhverju öðru en að menn eru ekki með hugan við að vinna vinnuna sína."

Nýliðarnir í Keflavík eru með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar og eru komnir með smjörþefin af Pepsí Max-deildinni og var Eysteinn Húni spurður hvort það væri gott fyrir leikmennina að fara upp og niður.

„Það sem er mikilvægast í þessu er stöðuleiki og við erum að móta okkar lið í þessari deild og uppskeran er þrjú stig eftir fyrstu þrjá sem þýðir stig á leik en við þurfum aðeins meira en það að meðaltali."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner