Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 13. maí 2022 22:45
Victor Pálsson
Grét fyrir hönd Messi er hann kvaddi í fyrra
Mynd: EPA

Gerard Pique, leikmaður Barcelona, grét í fyrrasumar þegar Lionel Messi kvaddi félagið og samdi við Paris Saint-Germain.


Það var ekki í boði fyrir Barcelona að endursemja við Messi vegna fjárhagsvandræða en hann hafði allan sinn feril leikið með félaginu.

Það var ekki ákvörðun Messi að yfirgefa Börsunga á þessum tímapunkti en ári áður reyndi hann þó að komast burt áður en forsetakosningar fóru fram.

Messi hefur átt bæði góða og slæma tíma í París og eru enn margir vongóðir um að hann snúi aftur á Nou Camp einn daginn.

„Ég grét þegar Messi yfirgaf Barcelona. Ég grét fyrir hans hönd. Fyrir ferilinn sem hann átti hjá Barca, það hefði verið frábært ef hann gæti endað ferilinn hjá félaginu," sagði Pique.

„Ég skil af hverju hann gat ekki framlengt. Félagið var á slæmum stað fjárhagslega vegna fyrrum forseta og hvernig hann sá um félagið. Í lok dags þá gerast svona hlutir, stundum tekurðu ákvarðanir sem virka ekki."

„Fyrir Barcelona og stuðningsmenn liðsins þá var Messi eins og Guð. Það hefði verið frábært að sjá hann enda ferilinn hér."


Athugasemdir
banner
banner