Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 13. júní 2024 11:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Terzic óvænt hættur hjá Dortmund (Staðfest)
Mynd: EPA
Edin Terzic, sem hefur verið aðalþjálfari Dortmund, hefur yfirgefið félagið.

Terzic er 41 árs Þjóðverji sem fór með Dortmund alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði gegn Real Madrid. Dortmund endaði í fimmta sæti í þýsku deildinni og verður í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Terzic var bráðabirgðastjóri Dortmund í lok tímabilsins 2020-21 og tók svo við fyrir tímabilið 2022-23 og var þá tvö tímabil í starfi.

Vorið 2021 gerði hann Dortmund að þýskum bikarmeisturum og endaði með liðið í öður sæti þýsku deildarinnar 2023.

Hann óskaði eftir því að fá að rifta samningi sínum við félagið og fékk ósk sína uppfyllta.
Athugasemdir
banner
banner
banner