Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. júlí 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA bauð í Damir í vetur - „Maður er voða lítið að spá í þessu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic er 31 árs gamall varnarmaður sem spilar með Breiðabliki. Í vetur var fjallað um það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að KA hefði boðið í miðvörðinn.

Damir var spurður út í það í viðtali við Fótbolta.net í gær. Finnst honum jákvætt að það sé áhugi á sér frá öðrum liðum?

„Já, já, það er það alveg. Það eina sem ég veit að það kom tilboð og því var hafnað, ekkert meira en það. Maður er voða lítið að spá í þessu," sagði Damir.

Árið 2017 var fjallað um að FH hefði boðið í Damir en Breiðablik hafnaði því tilboði.

Hann byrjaði sinn meistaraflokksferil í HK og var hjá félaginu út tímabilið 2011 en þá skipti hann yfir í Leikni. Sumarið 2012 lék hann með Leikni en sumarið 2013 var hann í Ólafsvík og lék með Víkingi.

Síðan hefur Damir verið í Breiðabliki og verið í stóru hlutverki. Hann á 185 leiki alls að baki í efstu deild og hefur í þeim skorað tíu mörk.

Sjá einnig:
Damir átti ekki að vera þarna - „Loka augunum og skaut bara eitthvað"

Damir átti ekki að vera þarna - „Loka augunum og skaut bara eitthvað"
Athugasemdir
banner
banner
banner