Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Philogene kýs að snúa aftur til Aston Villa
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn efnilegi Jaden Philogene-Bidace hefur verið eftirsóttur í sumar og virtist vera á leið til Everton á dögunum.

Leikmaðurinn var með fleiri tilboð á borðinu og kaus að lokum að skipta yfir til Aston Villa, þar sem hann fær fimm ára samning.

Philogene er 22 ára og leikur sem vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig leikið hægra megin. Hann þekkir vel til hjá Aston Villa eftir að hafa verið hjá félaginu frá 2018 til 2023 en var svo seldur til Hull City í fyrrasumar.

Hann átti frábært tímabil með Hull þar sem hann skoraði 12 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 32 deildarleikjum.

Philogene er leikmaður U21 landsliðs Englands og hefur skorað þrjú mörk í fjórum landsleikjum.

Aston Villa borgar um 13 milljónir punda fyrir kantmanninn unga.
Athugasemdir
banner
banner
banner