Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. september 2023 18:43
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Una Móeiður hetjan á Akureyri
Una Móeiður kom inn af bekknum og skoraði sigurmark Þórs/KA í uppbótartíma
Una Móeiður kom inn af bekknum og skoraði sigurmark Þórs/KA í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Agla María skoraði bæði mörk Blika
Agla María skoraði bæði mörk Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 3 - 2 Breiðablik
1-0 Karen María Sigurgeirsdóttir ('45 )
2-0 Sandra María Jessen ('49 )
2-1 Agla María Albertsdóttir ('54 , víti)
2-2 Agla María Albertsdóttir ('78 )
3-2 Una Móeiður Hlynsdóttir ('90 )
Lestu um leikinn

Þór/KA vann dramatískan 3-2 sigur á Breiðabliki í 2. umferð í efri hluta Bestu deildar kvenna á Þórsvellinum á Akureyri í dag.

Sandra María Jessen kom sér í frábært færi strax á 2. mínútu en skaut framhjá úr ákjósanlegu færi. Katrín Ásbjörnsdóttir fékk tvö stórgóð færi hinum megin á vellinum nokkrum mínútum síðar en skaut yfir og síðan framhjá úr seinna færinu.

Karen María Sigurgeirsdóttir gerði eina mark fyrri hálfleiksins en það kom undir lokin. Hulda Ósk Jónsdóttir átti laglega fyrirgjöf inn á teiginn sem Karen María stangaði í netið.

Heimakonur byrjuðu síðari hálfleikinn frábærlega er Sandra María skoraði fyrir opnu marki eftir sendingu frá Margréti Árnadóttur.

Blikar neituðu að gefast upp og fengu víti stuttu síðar er Agnes Birta braut á Katrínu innan teigs. Agla María Albertsdóttir skoraði úr vítinu.

Þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum jafnaði Agla María með glæsilegu skoti fyrir utan teig, í slá og inn. Stórkostlegt mark og allt opið. Blikar fengu nokkur hálf færi til að klára leikinn en það voru heimakonur sem þurftu bara eitt færi til að ganga frá honum og það kom á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Una Móeiður Hlynsdóttir gerði það eftir að boltinn hrökk af Amalíu Árnadóttur og til Unu sem kláraði veli.

Sigur Þórs/KA þýðir að Valur er Íslandsmeistari þriðja árið í röð en þetta eru ekki góð úrslit fyrir Blika sem hafa ekki unnið í síðustu fimm leikjum og eru í baráttu um annað sætið. Blikar eru í öðru sæti með 34 stig, jafn mörg og Þróttur, þegar þrír leikir eru eftir, en Þór/KA fer upp í 5. sætið með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner