Mexíkóski túlkurinn Alex Pena sakar spænska karlalandsliðið um viðbjóðslega hegðun á HM í Rússlandi fyrir fimm árum en hann var túlkur liðsins á mótinu og ákvað að leysa frá skjóðunni í viðtali í þættinum Che America Latina.
Pena fékk það hlutverk að vera opinber túlkur spænska liðsins á mótinu.
Hann segir farir sínar ekki sléttar þegar það kom að því að eiga samskipti við landsliðsmenn Spánar en hann segir hegðun þeirra ósæmilega.
Sergio Busquets blótaði honum í sand og ösku fyrir að vekja hann snemma um morgun, en það var einnig í verkahring Pena að vekja leikmann fyrir morgunmat.
Gerard Pique, fyrrum samherji Busquets í Barcelona, talaði margoft niður til Pena, en hann segir Andrés Iniesta eina leikmanninn í hópnum sem hegðaði sér eðlilega.
Eitt kvöldið þá bauðst Pena til að fara með þeim Dani Carvajal, David De Gea og Nacho Montreal út á lífið í Rússlandi.
De Gea, sem var þá í sambandi með spænsku söngkonunni Edurne, á að hafa sængað hjá rússneskri konu á hóteli, en De Gea og Edurne eru gift í dag.
Pena var með í för til þess að leikmennirnir gætu átt samskipti við aðrar konur en hann segir Carvajal hafa beðið hann um að þýða afar ógeðfelld ummæli þar sem hann vísaði í ákveðna kynlífsathöfn en Pena þótti það óþægilegt og ákvað í staðinn að velja rómantískari orð.
Carvajal var ósáttur með kvöldið enda hafnaði rússneska konan honum, sem hann skildi lítið í, verandi leikmaður Real Madrid og allt það.
Neitar þessu alfarið
Spænski bakvörðurinn fann sig knúinn til að svara fyrir þessar ásakanir en hann harðneitar þeim.
„Allar þessar upplýsingar sem hafa verið birtar um mig í fjölmiðlum síðustu daga eru ekki sannar. Frá því að tengja mig við pólítíska flokka og yfir í kynferðisbrot á HM í Rússlandi. Mér finnst það miður og afar viðkvæmt að fjölmiðlar gefi sér rétt á því að skrifa þetta og að treysta orðum þriðja aðila með því að sverta nafn mitt. Ég hef þegar hafið lögsókn,“ sagði Carvajal á X
Un intérprete desvela juergas de alcohol e infidelidades en la Selección española de fútbol.
— THE OBJECTIVE (@TheObjective_es) September 13, 2023
Por Unai Cano (@unaicano10) y Pablo González (@pabloggallego_).https://t.co/PMIajrFWEy
Athugasemdir