Heimild: mbl.is
Rannsókn lögreglu í máli fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar er á lokastigi en frá þessu greinir mbl.is.
Albert, sem leikur fyrir Genoa á Ítalíu, var kærður fyrir kynferðisbrot í ágúst og var því ekki með íslenska landsliðinu í nýliðnum landsleikjaglugga.
Albert, sem leikur fyrir Genoa á Ítalíu, var kærður fyrir kynferðisbrot í ágúst og var því ekki með íslenska landsliðinu í nýliðnum landsleikjaglugga.
Athygli vekur hversu stuttan tíma rannsóknin í máli Alberts hefur tekið en Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar segir hana á lokastigi.
Þegar rannsókninni lýkur verður málið sent á borð ríkissaksóknara sem tekur svo ákvörðun um það hvort ákært verði í því eða það látið niður falla.
„Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar," sagði Albert í stuttri yfirlýsingu sem send var út 24. ágúst.
Athugasemdir