„Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að komast upp með að segja lygasögur um mig," sagði Jadon Sancho eftir að Erik ten Hag, stjóri Manchester United, valdi hann ekki í leikmannahóp liðsins fyrir leik gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni fyrir stuttu.
Ten Hag hafði þá sagt að Sancho hefði ekki staðið sig vel á æfingum og þess vegna hefði hann ekki verið valinn.
The Athletic segir frá því í dag að vandamálin megi líka rekja til síðasta tímabils. Það hefur skapast pirringur innan félagsins út af hegðunar Sancho.
Það er sagt frá því að Ten Hag hafi skipað Sancho að mæta klukkustund fyrr en aðrir á æfingar svo hann myndi mæta á réttum tíma. Það gekk vel fyrir sig til að byrja með en svo fór Sancho að mæta of seint á nýjan leik.
Ten Hag varð mjög pirraður á að Sancho væri alltaf að mæta of seint og þá var hann slakur á æfingum. Það er líka sagt frá því í greininni að liðsfélagar Sancho hafi orðið pirraður á því hvernig hann var að standa sig á æfingasvæðinu.
Sancho lítur út eins og skugginn af þeim leikmanni sem félagið hélt að það væri að kaupa þegar það borgaði um 74 milljónir punda til Borussia Dortmund sumarið 2021. Man Utd var tilbúið að selja hann til Sádi-Arabíu áður en glugginn lokaði en leikmaðurinn sjálfur hafnaði því.
Sancho notaði landsleikjahléið til að skreppa í frí til New York en það er ólíklegt að hann verði í hópnum gegn Brighton á laugardag.
Athugasemdir