Hollenski blaðamaðurinn Henk Spaan segir að enski markvörðurinn Jordan Pickford sé ástæðan fyrir því að Virgil van Dijk sé ekki lengur meðal allra bestu varnarmanna heims í dag.
Pickford fór í hrottalega tæklingu á Van Dijk í leik Everton og Liverpool fyrir þremur árum sem varð til þess að hollenski miðvörðurinn var frá keppni í 254 daga.
Spaan segir Van Dijk ekki sama leikmann og hann var fyrir þessa tæklingu og kennir hann Pickford alfarið um hvernig hefur farið fyrir Van Dijk.
„Það kom augnablik í leik gegn Írlandi þar sem andstæðingurinn labbaði framhjá Van DIjk, sem hefði eitt sinn hlegið og tekið boltann án þess að svitna. Ég var ekki ástríðufullur að tjá mig um spilamennsku Van Dijk á X en ég held því fram að hann sé ekki lengur aðal fyrirliði landsliðsins. Það er samt klárt mál að Pickford, sem fékk ekki einu sinni gult spjald fyrir árásina á Van Dijk, er ábyrgur fyrir falli hans,“ sagði Spaan á Het Parool
Athugasemdir