Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fös 13. september 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van de Beek: Ekkert slæmt um United að segja
Donny van de Beek var keyptur til Manchester United árið 2020 frá Ajax og voru talsverðar væntingar gerðar til hollenska miðjumannsins.

Hann náði aldrei að stimpla sig almennilega inn í lið United og fór í sumar til Girona á Spáni. Van de Beek var keyptur á 35 milljónir punda en var seldur til Girona á upphæð sem getur mest orðið um 7,5 milljónir punda í sumar.

„Girona er fallegt félag þar sem spilaður er góður fótbolta, ég held að ég geti hjálpa og er að leggja hart á mig til að gera það," sagði Hollendingurinn við ESPN

Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Van de Beek og fór hann á láni til Everton og Frankfurt frá United. Hann fékk svo ekki mikið að spila þegar hann var heill og í leikmannahópnum á Old Trafford.

„Það er í fortíðinni, en ekki eitt slæmt orð um það félag. Auðvitað spilaði ég ekki mikið, en ég lærði mikið. Ég var með góða leikmenn í kringum mig og gott fólk hjá félaginu. Ég mun taka þetta með mér áfram í framtíðina," sagði sá hollenski.

Hann er 27 ára og er strax farinn að láta að sér kveða á Spáni, þó að hann hafi reyndar einungis komið við sögu í einum af fyrstu fjórum leikjum Girona til þess á tímabilinu. Hjá United skoraði hann tvö mörk og lagði upp tvö í 62 leikjum eftir að hafa komið að 75 mörkum í 175 leikjum með Ajax.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner