Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   mán 01. janúar 2024 12:07
Hafliði Breiðfjörð
Man Utd lánar Donny van de Beek til Frankfurt (Staðfest)
Farinn í þýska boltann.
Farinn í þýska boltann.
Mynd: Getty Images
Donny van De Beek, leikmaður Manchester United, er genginn í raðir Eintracht Frankfurt á láni út tímabilið. Þýska félagið fær svo að velja hvort það nýti sér kauprétt á honum upp á 11 milljónir punda auk 3 milljóna til viðbótar ef skilyrðum er mætt.

Dvöl Van de Beek hjá United hefur verið mikil vonbrigði frá því hann kom frá Ajax fyrir þremur og hálfu ári síðan.

Hann náði aldrei að brjóta sér leið inn í liðið og aðeins spilað 62 leiki í öllum keppnum á tíma sínum hjá félaginu.

Hollendingurinn var mikið frá vegna meiðsla á síðasta tímabili en hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum á þessari leiktíð.

Van de Beek hefur nú ákveðið að yfirgefa félagið og ganga í raðir Eintracht Frankfurt á láni út tímabilið.

Hann er 26 ára gamall en þýska félagið mun greiða leigugjald og meirihluta launa hans á meðan lánstímanum stendur. Liðið er í sjötta sæti Bundesligunnar. Van de Beek spilaði á láni hjá Everton á síðasta ári áður en hann sneri aftur til Man Utd og missti af seinni hluta tímabilsins vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner