Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   fös 13. september 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viktor Jóns spáir í lokaumferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Viktor Jóns.
Viktor Jóns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cogic brattur.
Cogic brattur.
Mynd: Raggi Óla
Sólin væri ekki góð ef það væri ekkert regn
Sólin væri ekki góð ef það væri ekkert regn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Munu Leiknismenn skemma partýið hjá Eyjamönnum?
Munu Leiknismenn skemma partýið hjá Eyjamönnum?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Klukkan 14:00 á morgun, laugardag, er komið að því, stund sannleikans rennur upp, því þá verður flautað til leiks í lokaumferð Lengjudeildarinnar.

Hvaða lið fer beint upp? Hvaða fjögur lið fara í umspilið? Hvaða lið situr eftir með sárt ennið?

Þessum spurningum verður svarað um klukkan 16:00 á morgun.

Viktor Jónsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra og í dag markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, spáir í spilin.

Afturelding 2 - 1 ÍR
Afturelding er að taka öfuga nálgun miðað við í fyrra, byrja tímabilið illa en enda sterkt. Sækja brösóttan sigur á moti ÍR og fara á endanum Vestra-leiðina og tryggja sér sæti í efstu deild að lokum. Hitti Elmar Cogic í Krónunni um daginn, sá var brattur. Við töluðum nákvæmlega um þetta og ég held það gangi eftir.

Dalvík/Reynir 0 - 3 Þróttur
Mínir menn sýna sterkan karakter, hafa engu að keppa en mæta norður í síðasta leik tímabilsins, setja þrjú stig í skottið og detta í það.

Grindavík 1 - 2 Njarðvík
Eins mikla trú og ég hef á mínum manni Halla Hróðmars þá held ég að Njarðvíkingar séu aldrei að fara tapa þessum leik, sama hverju er kastað í þá. Þeir vinna leikinn og tryggja sér sæti í umspilinu. Ármann Ingi þakkar Grindvíkingum fyrir sig og kemur þeim yfir.

Grótta 0 - 1 Þór
Svo sem ekkert mikið að segja um þennan leik en Þórsarar enda tímabilið á sigri.

Keflavík 1 - 2 Fjölnir
Risa leikur fyrir Fjölnismenn, þeir hafa farið í gegnum dimma öldudali, svartnætti og sorg. En sólin væri ekki góð ef það væri ekkert regn eins og Reynir Haralds vinur minn söng. Það birtir til yfir 112 og fjölnismenn vinna Keflavík á meðan ÍBV gerir jafntefli og tryggja sig beint upp í efstu deild.

Leiknir R 2 - 2 ÍBV
Leiknismenn eru gríðarlega erfiðir heim að sækja, staðráðnir í að skemma partýið sem og þeir gera. Leikurinn endar 2-2 en Sverrir Hjaltested og Oliver Heiðars gera sitt.

Fyrri spámenn:
Karl Friðleifur (4 réttir)
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Jón Gísli Eyland (4 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Úlfur Ágúst (3 réttir)
Árni Marinó (3 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Kjartan Kári (2 réttir)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (2 réttir)
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Gummi Magg (1 réttur)
Bomban (1 réttur)
Már Ægisson (1 réttur)
Baldvin Borgarsson v2 (1 réttur)
Ívar Árnason (1 réttur)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan er í deildinni.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner