Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 13. ágúst 2024 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bomban spáir í 17. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Gunnar Hilmar Kristinsson.
Gunnar Hilmar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Lyftingafélagi Bombunnar.
Lyftingafélagi Bombunnar.
Mynd: Þór
Frábær markvörður, og hugaður.
Frábær markvörður, og hugaður.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Skórnir af hillunni hjá Valtý?
Skórnir af hillunni hjá Valtý?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Omar Sowe hefur átt kafla í sumar þar sem hann hefur sýnt hversu megnugur hann er.
Omar Sowe hefur átt kafla í sumar þar sem hann hefur sýnt hversu megnugur hann er.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
17. umferð Lengjudeildarinnar fer fram á morgun. Leiktímarnir eru tveir; þrír leikir hefjast klukkan 18:00 og þrír leikir hefjast klukkan 19:15.

Það er Gunnar Hilmar Kristinsson, Bomban sjálf, sem spáir í leikina. Bomban er einn af sérfræðingum Gula Spjaldsins, mjög áhugaverður leikmaður svo ekki sé meira sagt. Hann er Breiðhyltingur sem lék á sínum tíma með ÍR, Leikni og Létti. Hann lék tíu leiki í efstu deild með Keflavík tímabilið 2005 og lék einnig eitt sumar með Víði.

Bomban tekur enga fanga í umsögn sinni um leikina.

Grindavík 1 - 3 Þór (miðvikudagur 18:00)
Spái hér sigri Þórs, hef mikil tengsl í Þór: Svenni formaður er fyrrum liðsfélagi, Siggi Höskulds fyrrum einkaþjálfari, Aron Einar lyftingafélagi og svo eru fleiri. Aron Einar startar þennan leik og ég krefst þess að Þór vinni þennan leik, annað eru hrein og bein vonbrigði!!!! Rafael Victor, ég þarf meira frá þér sýndu að þú getir eitthvað annars henda Þórsarar Ingimari inn. Ég vorkenni Halla Hróðmars að stjórna þessum einstaklingum í Grindavík sem eru búnir að vera bara vonbrigði, algjörlega til skammar. Grindavík: drullist í gang ef þið ætlið ekki að spila í 2.deild. Þetta snýst um að finna rétta blöndu af leikmönnum en ekki að fá sér erlenda leikmenn sem eru góðir einstaklingar. If you can´t conquer them, submit to them. Þór vinnur þetta sannfærandi!

ÍBV 0 - 1 ÍR (miðvikudagur 18:00)
Svakalegur leikur hér á milli liða sem hefur gengið mjög vel í undanförnum leikjum. ÍR hefur fengið á sig 2 mörk í seinustu 6 leikjum og sýnt mikinn karakter og baráttuvilja. Ég krefst þess að allir leikmenn ÍR blæði í þessum leik og gefi allt sitt í þennan leik því það þarf blóð svita og tár að vinna á móti ÍBV. ÍBV er í harðri baráttu við Fjölni um að ná efsta sætinu en það þarf að bíða allavega fram yfir þessa umferð því að ÍR mun vinna þennan leik. Hemmi Hreiðars fer að væla yfir því að dómarar hafi eyðilagt leikinn, af því þeir séu blindir og tekur Arnar Gunnlaugsson á þetta og er rekinn upp í stúku. ÍR vinnur í baráttuleik!

Dalvík/Reynir 1 - 0 Afturelding (miðvikudagur 18:00)
Þetta er úrslitaleikur fyrir bæði lið, ég segi aftur þetta er 9 stiga leikur! Dalvík/Reynir mun taka með sér momentum úr leiknum á móti Gróttu og vinnur baráttusigur á gervigrasinu á Dalvík. Lykillinn af sigrinum verður Franko Lalic sem er frábær markvörður og Hassan Jalloh sýnir af hverju hann er Bestu deildar leikmaður. Afturelding klúðrar möguleikanum að komast í úrslitakeppnina í þessum leik, þetta lið er ekki nógu vel samsett og Maggi þjálfar þarf að kafa djúpt í töfratöskuna til að mótivera liðið fyrir lokaátökin því það er neyðarástand. Ég býst við miklum breytingum hjá Aftureldingu eftir þetta tímabil, koma Jökuls hefur ekkert gert. Dalvík vinnur ósannfærandi en vinnur þó.

Þróttur 4 - 0 Grótta (miðvikudagur 19:15)
Þetta verður hörkuleikur þar sem Þróttur mun held ég vinna sannfærandi, eru hrikalega sterkir á heimavelli undir leiðsögn Sigurvins Ólafssonar. Aron Snær Ingason þarf að rífa sig í gang og ég held að það skipti máli að Kári Kristjánsson verði heitur. Viðurkenni að Þróttarar hafa komið mér mest á óvart í deildinni í sumar, hélt að þeir myndu falla. En Grótta mun falla úr þessari deild, skitu rækilega á sig með því að reka Chris Brazell sem hefur haldið þessu liði uppi seinustu 3-4 ár. Þetta lið hefur bara gott af því að fara niður um deild og þá vonandi rífur vonandi vinur Bombunnar, Valtýr Már Michaelson leikmaður sem sungið er enn um í innstu gettóum Seltjarnarness, aftur fram skóna.

Njarðvík 3 - 2 Fjölnir (miðvikudagur 19:15)
Þetta verður skemmtilegasti leikurinn í þessari umferð og gæðin verða mest í þessum leik. Fjölnir er búið að skíta á sig eins og Afturelding gerði í fyrra, vona að Máni Austmann sé búinn að jafna sig eftir Þjóðhátíð því Fjölnir þarfnast hans. Dominik Radic verður drjúgur í þessum leik og mun slátra hinum eftirsótta Júlíusi Mar Júlíussyni. Reynir Haralds fyrrum, ÍR-ingur, mun verða sá eini sem sýnir eitthvað hjarta, fær gult og á tvær stoðsendingar. Þetta verður skák þar sem Gunnar Heiðar félagi minn skákar og mátar Úlf Arnar. Bæði þessi lið verða í playoffs að loknum 22 umferðum. Spái því að Úlli fái rautt spjald og hendi brúsa í leikmannaskýlið.

Leiknir 0 - 2 Keflavík (miðvikudagur 19:15)
Stór leikur fyrir bæði lið þegar styttist í endann á þessu. Ég tel að Leiknir tapi þessum leik þrátt fyrir að vera á El Normale Vellinum. Mitt fyrrum lið Keflavík mun sigla þessu í endann, þeir skora snemma og svo í lokin. Ég hef í raun ekkert meira um þetta að segja, kæmi ekki á óvart að stórvinur minn Gunnlaugur Fannar myndi fá rautt og fara svo í slagsmál við Leiknisljónin. Annað með Leiknisliðið, ég sé engan leikmann sem getur skipt sköpum í þessu liði og er hræddur um að þeir falli í ár, nema að Omar Sowe fer í eitthvað stuð og vinni leiki einn síns liðs. Tel að Keflavík vinni þægilegan sigur og Bói aðstoðarþjálfari Keflavíkur fari úr að ofan og hendi brúsa inn á völlinn.

Fyrri spámenn:
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Jón Gísli Eyland (4 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Úlfur Ágúst (3 réttir)
Árni Marinó (3 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (2 réttir)
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Már Ægisson (1 réttur)
Baldvin Borgarsson v2 (1 réttur)
Ívar Árnason (1 réttur)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)
Innkastið - Bölvun aflétt með nýjum þjálfara og glórunni tapað
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner