Klukkan 17:00 tekur ÍA á móti Breiðabliki á ELKEM-vellinum á Akrannesi í lokaleik 20. umferðar Bestu deildarinnar. Um frestaðan leik er að ræða þar sem þegar leikurinn átti upphaflega að vera spilaður var Breiðablik í miðju umspilseinvígi í Sambandsdeildinni og fékk því leiknum frestað.
Liðin berjast á sitthvorum enda töflunnar, ÍA er átta stigum frá öruggu sæti sem stendur og Breiðablik er sjö stigum frá toppliði Vals. Búið er að opinbera byrjunarlið liðanna.
Liðin berjast á sitthvorum enda töflunnar, ÍA er átta stigum frá öruggu sæti sem stendur og Breiðablik er sjö stigum frá toppliði Vals. Búið er að opinbera byrjunarlið liðanna.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 0 Breiðablik
Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá tapinu gegn ÍBV í síðustu umferð. Baldvin Þór Berndsen, Gísli Laxdal Unnarsson, Ísak Máni Guðjónsson og Ómar Björn Stefánsson koma inn í liðið. jonas Gemmer er utan hóps og þeir Steinar Þorsteinsson, Birnir Breki Burknason og Gabríel Snær Gunnarsson taka sér sæti á bekknum. Hlynur Sævar Jónsson er mættur á bekkinn eftir meiðsli.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn Víkingi í síðustu umferð. Viktor Karl Einarsson tekur út leikbann og Aron Bjarnason er ekki í leikmannahópi Breiðabliks. Inn koma þeir Óli Valur Ómarsson og Kristinn Steindórsson. Gunnleifur Orri Gunnleifsson (2008) og Birkir Þorsteinsson (2009) koma inn á bekkinn.
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
5. Baldvin Þór Berndsen
7. Haukur Andri Haraldsson
9. Viktor Jónsson
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Marko Vardic
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Ómar Björn Stefánsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 20 | 9 | 6 | 5 | 36 - 31 | +5 | 33 |
5. FH | 21 | 8 | 5 | 8 | 39 - 33 | +6 | 29 |
6. Fram | 21 | 8 | 4 | 9 | 30 - 29 | +1 | 28 |
7. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
8. Vestri | 21 | 8 | 3 | 10 | 22 - 24 | -2 | 27 |
9. KA | 21 | 7 | 5 | 9 | 25 - 38 | -13 | 26 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 20 | 5 | 1 | 14 | 20 - 42 | -22 | 16 |
Athugasemdir