Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gætu ekki skipulagt fyllerí í brugghúsi"
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: EPA
Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Írlands.
Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Írlands.
Mynd: EPA
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, er ekki par sáttur við það hvernig írska fótboltasambandið stóð að ráðningunni á Heimi Hallgrímssyni sem landsliðsþjálfara í fyrra.

Írland tapaði 2-1 gegn Armeníu og eru möguleikarnir á því að liðið komist á HM orðnir afar litlir.

Keane var einn af þeim sem kom til greina áður en Heimir var ráðinn og það var rætt við hann um starfið. Keane var spurður út í þetta af Gary Neville, fyrrum liðsfélaga sínum hjá Man Utd, í nýlegu hlaðvarpi.

Þá sagði hann: „Já, auðvitað. En ég held að þeir hafi rætt við alla sem heita Tom, Dick eða Harry."

„Ég ræddi við þá um starfið en það var ákveðinn farsi. Það eru mjög margir á síðustu sex mánuðum sem hafa komið fram og sagt að þeim hafi verið boðið starfið. En þannig er írska fótboltasambandið, þeir gætu ekki skipulgt fyllerí í brugghúsi," sagði Keane.

Það voru margir orðaðir við starfið hjá Írlandi áður en Heimir tók við, en írska sambandið tók gríðarlega langan tíma í að ráða nýjan landsliðsþjálfara.

Keane spilaði 67 landsleiki fyrir Írland og var aðstoðarlandsliðsþjálfari frá 2013 til 2018. Hann hefur áhyggjur af stöðu mála.

„Þú horfir á þjálfarann og þú óttast um liðið, þeir eru í vandræðum. Það er löng leið til baka. En írska sambandið þarf líka að taka til hjá sér. Það þarf alvöru fólk í vinnu þarna. Ég vonast til að þjálfarinn (Heimir) nái sér á strik og fari að ná í úrslit, en þetta lítur ekki vel út," sagði Keane.
Athugasemdir
banner