Heimild: Vísir
ÍA tekur í dag á móti Breiðabliki í fyrsta leik Bestu deildarinnar eftir landsleikjahlé. Um er að ræða frestaðan leik úr 20. umferðinni sem ekki var spilaður í lok ágúst þar sem Breiðablik var í umspilseinvígi í Sambandsdeildinni.
22. umferðin í Bestu deildinni, lokaumferðin fyrir tvískiptingu, fer svo öll fram á sunnudag.
Viktor Jónsson, framherji ÍA, ræddi við Vísi í dag.
22. umferðin í Bestu deildinni, lokaumferðin fyrir tvískiptingu, fer svo öll fram á sunnudag.
Viktor Jónsson, framherji ÍA, ræddi við Vísi í dag.
„Það (sem þarf að breytast) er fyrst og fremst það að menn þurfa að fara að átta sig á því að við erum með bakið upp við vegg og hver einasti séns núna fer að verða sá síðasti. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sénsunum fer fækkandi. Það er bara að leggja allt í sölurnar og skilja allt eftir úti á vellinum. Þetta kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir þessu," sagði Viktor sem er varafyrirliði ÍA.
ÍA er sem stendur átta stigum frá öruggu sæti en 21 stig er eftir í pottinum.
„Það er nýtt upphaf í kvöld. Núna erum við bara komnir á þann stað. Það er bara do or die, eins og maður segir á góðri ensku. Við erum búnir að vera núna neðstir í deildinni nánast allt tímabilið. Við höfum engu að tapa. Það er svolítið hugarfarið, fokk it hugarfar. Mæta inn á völlinn, gefa allt í þetta, gera frekar mistök en að vera í einhverjum feluleikjum og þora ekki að taka ábyrgð. Við ætlum að keyra á þetta, gefa þeim lítinn tíma á boltann og negla á þetta," sagði Viktor.
Leikurinn í dag hefst klukkan 17:00 og fer fram á ELKEM-vellinum á Akranesi.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 20 | 9 | 6 | 5 | 36 - 31 | +5 | 33 |
5. FH | 21 | 8 | 5 | 8 | 39 - 33 | +6 | 29 |
6. Fram | 21 | 8 | 4 | 9 | 30 - 29 | +1 | 28 |
7. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
8. Vestri | 21 | 8 | 3 | 10 | 22 - 24 | -2 | 27 |
9. KA | 21 | 7 | 5 | 9 | 25 - 38 | -13 | 26 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 20 | 5 | 1 | 14 | 20 - 42 | -22 | 16 |
Athugasemdir