Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti dagurinn í nýrri vinnu hjá Thiago
Thiago hér með Hansi Flick, stjóra Barcelona.
Thiago hér með Hansi Flick, stjóra Barcelona.
Mynd: Barcelona
„Fyrsti vinnudagurinn hjá Thiago Alcantara sem hluti af þjálfarateyminu," segir í grein á vef Barcelona.

Thiago er mættur til vinnu hjá Barcelona sem aðstoðarþjálfari Hansi Flick, stjóra liðsins. Hann starfaði um stuttu skeið hjá Barcelona í fyrra en er núna mættur aftur í öðru hlutverki.

Thiago mun sjá um að aðstoða við taktíska nálgun og að undirbúa æfingar, ásamt öðru.

Thiago, sem er 34 ára, er mikill fótboltaheili en hann var frábær leikmaður á sínum tíma. Hann spilaði fyrir Barcelona, Bayern München og Liverpool á sínum ferli.

Hann spilaði einnig fyrir spænska landsliðið en er núna að hefja þjálfaraferil sinn.
Athugasemdir