Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 15:15
Kári Snorrason
Heimild: Daily Mail 
Postecoglou segist hafa vitað af brottrekstrinum fyrir úrslitaleikinn
Ange Postecoglou var rekinn frá Tottenham eftir að hafa unnið Evrópudeildina í vor.
Ange Postecoglou var rekinn frá Tottenham eftir að hafa unnið Evrópudeildina í vor.
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, nýráðinn þjálfari Nottingham Forest, segist hafa vitað að hann yrði rekinn frá Tottenham áður en hann mætti Manchester Utd í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í vor.

Tottenham lenti í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar undir stjórn Postecoglou, en Evrópudeildartitillinn var fyrsti titill liðsins í átján ár.

„Þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að þetta væri í vændum töluvert fyrir úrslitaleikinn. Við unnum hann og fórum í skrúðgöngu, þannig að þetta voru þrír frábærir dagar og ég vildi ekki að það skyggði á þá, en ég vissi að þetta væri búið,“ sagði Ange á blaðamannafundi í dag.

Postecoglou var spurður út í Daniel Levy, sem hætti sem stjórnarformaður Tottenham eftir tæpan aldarfjórðung í síðustu viku.

Hann segir að þeir hefðu ekki átt í miklum samskiptum en væri þó þakklátur honum fyrir að ráða sig. Ange segir að hann hefði vonandi endurgoldið traustið með því að vinna titilinn.

Postecoglou var ráðinn til starfa hjá Nottingham Forest fyrr í vikunni eftir að Nuno Espirito Santo var látinn taka poka sinn.
Athugasemdir
banner