Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 12:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hæstiréttur hafnaði kröfu KA
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu KA að taka mál félagsins gegn Arnari Grétarssyni fyrir. Dómur Landsréttar stendur því óhaggaður.

Samkvæmt dómi Landsréttar þarf KA að greiða Arnari rúmar 9,3 milljónir króna auk dráttarvaxta aftur til nóvember 2023. Að auki þurfti KA að greiða um 2 milljónir í málskostnað.

Arnar, fyrrum þjálfari KA, stefndi félaginu á síðasta ári en málið sneri að kröfum sem þjálfarinn taldi sig eiga á hendur KA fyrir ógreiddan bónus eftir að hafa hjálpað liðinu að komast í Evrópukeppni. Málið snýst um klásúlu í samningi Arnars sem sagði að ef KA næði Evrópusæti fengi hann því sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félagið fengi greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni. Arnar var rekinn frá KA áður en tímabilinu lauk.

Arnar sótti málið fyrir rétti og hafði betur í Héraðsdómi og Landsrétti. KA sóttist eftir því að málið yrði tekið fyrir í Hæstarétti en þeirri kröfu var hafnað.

Hægt er að lesa um ákvörðun Hæstaréttar með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner