Fyrr í dag gaf enska fótboltasambandið út 74 ákærur á hendur enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. Meint brot snúa að reglum um notkun umboðsmanna og milliliða.
Brotin áttu sér stað á milli 2009 og 2022, þegar Roman Abramovich var eigandi félagsins.
Brotin áttu sér stað á milli 2009 og 2022, þegar Roman Abramovich var eigandi félagsins.
Samkvæmt grein Telegraph býst Chelsea ekki við það að tapa stigum út af málinu. Frekar er búist við því að félagið verði sektað upp á nokkrar milljónir punda.
Í yfirlýsingu Chelsea segir félagið að það hafi sjálft tilkynnt málið til enska fótboltasambandsins. Núverandi eigendur hafi komist að því að mögulega hafi ekki allt verið með feldu í bókhaldi félagsins.
Chelsea er að vinna með enska fótboltasambandinu og vonast eftir snöggri niðurstöðu.
Athugasemdir