Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 11:00
Kári Snorrason
Ógilt mark King valið mark mánaðarins
Josh King skoraði markið sem var dæmt af.
Josh King skoraði markið sem var dæmt af.
Mynd: Fulham
Stuðningsmenn Fulham völdu mark Josh King gegn Chelsea sem mark mánaðarins í ágúst, þrátt fyrir að það hafi verið dæmt af með umdeildum hætti eftir VAR-skoðun.

Þrátt fyrir að hafa verið tekið af, setti Fulham markið á lista yfir tilnefnd mörk mánaðarins. Markið hlaut mikinn stuðning, um 83% atkvæða stuðningsmanna.

Mark King var dæmt af eftir langa VAR-skoðun þar sem Rodrigo Muniz var talinn hafa gerst brotlegur eftir að hafa stigið á fót Trevoh Chalobah í aðdraganda marksins.

Howard Webb yfirmaður dómaramála á Englandi viðurkenndi síðar meir að þetta hafi verið rangur dómur og að markið hefði átt að standa.

Marco Silva var verulega ósáttur eftir leik vegna dómsins. „Ég sagði við leikmenn að við gætum ekki stjórnað ákvörðunum dómaranna en það er ótrúlegt hvernig menn geta dæmt svona mark af.“

Athugasemdir
banner