City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 11. september 2025 14:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimm í banni í lokaumferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Aron Kristófer
Aron Kristófer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho Gil
Nacho Gil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikmenn og einn aðstoðarþjálfari verða í banni þegar lokaumferð Lengjudeildarinnar verður spiluð á laugardag.

Aron Kristófer Lárusson, leikmaður HK, tekur út seinni leik sinn í leikbanni eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar í þarsíðustu umferð. Sömu sögu er að segja af Nemanja Pjevic, aðstoðarþjálfara Leiknis, sem verður ekki á hliðarlínunni á laugardaginn.

Nacho Gil, miðjumaður Selfoss, verður ekki með Selfossi gegn Keflavík. Árni Salvar Heimisson, leikmaður Grindavíkur verður ekki með gegn grönnunum í Njarðvík, Kristófer Dagur Arnarsson verður ekki með Fjölni gegn Leikni og Steinþór Freyr Þorsteinsson verður ekki með Völsungi gegn HK.

laugardagur 13. september
14:00 ÍR-Fylkir (AutoCenter-völlurinn)
14:00 Fjölnir-Leiknir R. (Egilshöll)
14:00 Þróttur R.-Þór (AVIS völlurinn)
14:00 Völsungur-HK (PCC völlurinn Húsavík)
14:00 Njarðvík-Grindavík (JBÓ völlurinn)
14:00 Selfoss-Keflavík (JÁVERK-völlurinn)
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner