Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, hrósar Ange Postecoglou nýjum þjálfara liðsins og segir stefnuna vera setta að berjast um titla.
Marinakis vill byggja ofan á árangur síðasta árs og stefnir hátt. Hann segir Postecoglou bæði hafa ferilskrána og reynsluna til að gera það að möguleika.
„Við erum að fá til liðs við okkur þjálfara sem hefur sannað sig með stöðugum árangri og titlum. Eftir góðan árangur síðustu ár ætlum okkur við að taka næsta skref, sem er að berjast við bestu liðin og keppa um titla.“
Postecoglou var látinn taka poka sinn hjá Tottenham í vor eftir að hafa gert Tottenham að Evrópudeildarmeisturum en liðið lenti í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Hann tekur við starfinu af Nuno Espirito Santo sem var látinn fara fyrr í vikunni. Nuno náði mögnuðum árangri með Forest en lenti upp á kant við Evangelos Marinakis, eiganda Forest.
Athugasemdir