Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Onana búinn að fá treyju Trabzonspor í hendurnar
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andre Onana er mættur til Tyrklands þar sem hann mun ganga frá félagaskiptum sínum frá Manchester United til Trabzonspor.

Hann mun leika með Trabzonspor á láni út yfirstandandi keppnistímabil.

Onana var myndaður á flugvellinum með treyju Trabzonspor í hönd.

Honum var þá tekið gríðarlega vel við komuna á flugvöllinn en margir stuðningsmenn Trabzonspor voru mættir til að sjá hann.

Onana hefur spilað einn leik með Man Utd á þessu tímabili en það var gegn Grimsby í deildabikarnum. Hann var vægast sagt slakur í þeim leik.



Athugasemdir
banner