Jón Breki Guðmundsson sneri aftur til ÍA frá ítalska félaginu Empoli í lok júní. Jón Breki er fæddur árið 2008, hann er 17 ára unglingalandsmaður sem var fyrri hluta þessa árs á láni hjá ítalska félaginu frá ÍA.
Hann sneri svo til baka á Skagann í sumar en er ekki kominn með leikheimild með ÍA þar sem FIFA hefur ekki gefið grænt ljós. Jón Breki hefur því ekki spilað fótbolta í rúma tvo mánuði, ekki vegna meiðsla, heldur vegna þess að beiðni um leikheimild er föst í kerfinu.
Fótbolti.net ræddi við Ingimar Elí Hlynsson sem er framkvæmdastjóri ÍA.
Hann sneri svo til baka á Skagann í sumar en er ekki kominn með leikheimild með ÍA þar sem FIFA hefur ekki gefið grænt ljós. Jón Breki hefur því ekki spilað fótbolta í rúma tvo mánuði, ekki vegna meiðsla, heldur vegna þess að beiðni um leikheimild er föst í kerfinu.
Fótbolti.net ræddi við Ingimar Elí Hlynsson sem er framkvæmdastjóri ÍA.
„Hann snýr til baka til okkar 30. júní og þá skilum við inn gögnum til að fá ungan leikmann til baka í gegnum FIFA, TMS kerfið hjá þeim, við fáum í hausinn að það vanti skólaumsókn fyrir hann og við svo skiluðum því inn. Við erum búnir að skila þrisvar sinnum inn, fáum alltaf til baka sömu athugasemdina sem gengur ekki upp, allt sem við erum að skila inn er hárrétt, bæði samkvæmt KSÍ og þeim gögnum sem FIFA óskaði eftir. Nú er málið bara stopp, KSÍ virðist ekki geta gert neitt og við fáum bara símsvarann hjá FIFA. Hann er U17 ára landsliðsmaður; leikmaður sem hefur vakið athygli erlendis og kemur vel til greina sem leikmaður hjá okkur í meistaraflokki sem er að standa sig vel - er í gjörsamri frystikistu út af einhverju 'computer says no' dæmi," segir Ingimar.
„Við báðum um undanþágu til félagaskipta- og samninganefndar KSÍ í fyrradag. Við biðlum til KSÍ að taka frumkvæði í þessu máli og veita drengnum leikheimild á grundvelli íþróttamennsku og sanngirni. Boltinn er hjá FIFA og KSÍ núna."
„Nei, Empoli skilaði öllum sínum gögnum fyrir löngu síðan, þetta er bara stopp í kerfinu hjá FIFA af því hann er 'minor', ekki orðinn fullorðinn. Þetta er ungur drengur sem vill bara spila fótbolta, þetta tekur bæði á drenginn og okkur. Þetta er hið ömurlegasta mál."
Jón Breki á að baki sjö leiki með U17 ára landsliðinu og lék tvo leiki í milliriðli í undankeppni EM í mars. Það er ekki víst að hann hefði verið valinn í U19 landsliðið í kjölfarið, en það hjálpaði honum allavega ekki að fá ekkert að spila í sumar. „Hann er bara æfingadrengur í dag, hefur ekki fengið að sýna sig inn á vellinum, sem er gjörsamlega galið. Það er ákveðin regla í félagaskiptalögunum sem við skoruðum á í fyrradag. Ég veit að nefndin átti að koma saman í gærkvöldi eða í dag til að funda um þetta mál. Mögulega, og vonandi, getur KSÍ gefið undanþágu á leikheimildina þó svo að FIFA hafi gefið hana út. Þetta strandar á FIFA. Ég veit að KSÍ finnist þetta jafn ömurlegt mál og okkur."
„Þú getur rétt ímyndað þér hvernig honum líður, afreksdrengur með alla þessa hæfileika sem fær ekki tækifæri til að sýna þá inni á vellinum. En hann er að standa sig eins og hetja í þessu öllu saman og æfir eins og sannur afreksleikmaður á að æfa. Hann er með kaldan haus, ennþá allavega."
Jón Breki stóð sig vel hjá Empoli, félagið fór í ferli að endurskipuleggja starfið hjá sér í kjölfarið á falli aðalliðsins úr Serie A. Empoli nýtti sér því ekki kauprétt sem var í lánssamningi Jóns Breka. „Leiðin inn fyrir Jón Breka var kannski erfið akkúrat á þessum tímapunkti, en þeir halda áfram að fylgjast með honum," segir Ingimar.
Athugasemdir