Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. október 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
KR búið að bjóða lykilmönnum nýja samninga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Óskar Örn Hauksson, Pálmi Rafn Pálmason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson eru með nýja samninga á borðinu frá KR. Þetta staðfestir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við 433.is. Núgildandi samningar þeirra þriggja renna út á næstu dögum.

„Óskar Örn, Pálmi og Arnór Sveinn eru að ganga frá sínum málum. Ég reikna með því að gengið verði frá því á næstu dögum," sagði Rúnar.

Arnþór Ingi Kristinsson og Aron Bjarki Jósepsson eru einnig að renna út á samningi og segir Rúnar að einnig sé búið að bjóða þeim nýja samninga.

„Það er búið að bjóða öllum þessum fimm að vera áfram. Einhverjir ætla að skoða stöðuna en Óskar, Pálmi og Arnór Sveinn eru langt komnir með sitt. Vonandi gengur það upp, það verða allir að verða sáttir," sagði Rúnar við 433.is.

Í viðtalinu við Hörð Snævar Jónsson er Rúnar spurður út í Evrópusætið og nöfn þeirra leikmanna sem eru á blaði hjá KR-ingum þegar kemur að styrkingu leikmannahópsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner